
Andlit fyrirtækis,
lógó og auglýsingar


Fyrsta verkefni námsins var að hanna lógó og auglýsingaherferð fyrir fyrirtæki. Ég fékk úthlutað tölvuþjónustufyrirtækinu TÆKNI. Tækni sinnir viðgerðarþjónustu og uppsetningu jafnt á hugbúnaði og vélbúnaði og því notaði ég rafrásir og gulan einkennislit fyrir fyrirtækið.
Teikningar eru unnar í Illustrator, myndvinnsla í Photoshop og uppsetning í Indesign.
Tækni
Við gerðum brandbók með lógói og einkennislitum fyrirtækisins. Lógó var skalað og birt í rasta og einlitt í svörtu og hvítu.
Brandbók







Ákveðið var að hafa myndir á nafnspjöldum fyrirtækisins afslappaðar og því voru starfsmenn í merktum bolum fyrirtækisins og stilltu sér upp eins og þeim leið best. Gulur einkennislitur rammar það mikilvægasta á nafnspjaldinu inn, beggja vegna, og allar helstu upplýsingar koma fram um fyrirtækið og starfsmann..
Haldið var áfram með sama útlit á bréfsefni og umslagi og er á nafnspjaldinu, upplýsingar eru rammaðar inn með gula einkennislit fyrir-tækisins og rafrásir í anda tækni notaðar til skrauts. Á bréfsefni eru þær gerðar daufari til að trufla ekki texta.
Bréfagögn og nafnspjöld
Prentaðar auglýsingar
Þrjár auglýsingar voru gerðar fyrir prentmiðla, heilsíða í dagblað sem inniheldur allar upplýsingar sem þurftu að koma fram. Minni auglýsing sem er 100 dálksentimetrar í dagblað með áherslu á tilboð sem er eingöngu í september. Baksíða á glanstímariti lifir lengur en auglýsing í dagblaði og því var tilboðinu sleppt og áhersla lögð á að koma fyrirtækinu á framfæri.
Guli einkennislitur fyrirtækisins var nýttur sem grunnur og mynd af móðurborði í bakgrunni. Myndir sem sýndu vinnu við tölvur voru valdar til að tengja við starfsvið fyrirtækisins.



Dreifibréf voru gerð fyrir Tækni til að kynna september tilboðið. Það er í sama stíl og annað markaðsefni fyrir fyrirtækið.




Veggspjald er í gula lit fyrirtækisins, sem hentar mjög vel til að grípa augað. Slagorð fyrirtækisins er í stórum stöfum með skyggingu til að gera þá enn meira áberandi.


Veggspjald
Dreifibréf




Auk prentgripa var gerð skjáuglýsing og vefsíða fyrir fyrirtækið. Vefsíðan var gerð í HTML og CSS frá grunni. Vefborði unnin í Photoshop.

Vefsíða og skjáauglýsing
Fylgihlutir
Við áttum að merkja þrjá fylgihluti fyrir fyrirtækið. Ég valdi að merkja bol fyrir starfsmenn, bíl fyrirtækisins og minniskort sem hægt væri að selja viðskiptavinum. Auk þess var gerð askja fyrir minnislyklana.





Gagnvirk verklýsing fyrir verkefnið
Myndir
Mynd af manneskju við fartölvu er eftir Christine Hume og er fengin af Unsplash
Mynd af höndum að gera við tölvu er líka fengin af Unsplash og er eftir Clint Bustrillos.
Bakgrunnsmyndin er eftir Frank Wang og er af Unsplash.
Mock-up
Mynd af starfsmanni er af Placeit.net
Mynd af nafnspjaldi, auglýsingaskilti, sjónvarpi og tölvu er af freepic.com
Mynd af dagblaði er fengin af Zippypixels.
Mynd af minniskortum: Federico Massarelli, puplic domain pictures.
Mynd af bíl: Francis Rey Pixabay