
Andlit Fyrirtækis
Lógó og auglýsingar

Lífstílsverslun
Lokaverkefni fyrri annar var að hanna og setja upp nokkra prentgripi fyrir lífstílsverslun, og þá varð verslunin Skonsa til.
Stefna fyrirtækisins er mjög umhverfisvæn, eingöngu eru seldar vörur úr náttúrulegum hráefnum, sem eru unnar á umhverfisvænan hátt. Vintage horn er í versluninni þar sem hlutum er gefið nýtt líf. Ekkert plast er notað og hlutirnir eru allir handgerðir og einstakir.


Lógó
Byrjað var á að velja Pantone liti fyrir lógó út frá hugmyndinni um fyrirtækið. Græni liturinn stendur fyrir umhverfisstefnu fyrirtækisins og sá múrsteinsbleiki er ferskur og ungur sem passar vel við krúttilegu bóhem hugsunina á bak við Skonsu. Við gerðum brandbók og skilgreindum notkunarmöguleika á lógói.



Vinnsla fyrir vef
Eitt skemmtilegasta verkið í þessu verkefni var að gera litla gif auglýsingu til birtingar á netinu, auk þess voru gerðir vefborðar fyrir Etsy og facebook.




Bæklingur A5
Bæklingur í stærð A5 var gerður sem upplýsingabæklingur fyrir birgja og aðra áhugasama. Þar voru allar helstu upplýsingar um Skonsu og ég reyndi að vera sem faglegust, hugsaði með mér að það skipti máli þegar um kynningu fyrir birgja er að ræða að hafa hlutina skýrt fram setta en ekki bara sæta og skemmtilega. Ég valdi að nota skrautletrið í fyrirsagnir eftir að hafa prófað hvort tveggja, mér fannst bæklingurinn þurfa léttleika til mótvægis við allan textaflötinn og líka til að auka samræmið við A4 bæklinginn. Á forsíðuna valdi ég mynd af Unsplash sem væri týpísk fyrir vöruúrvalið í Skonsu. Viðarkollar, blóm og körfur, allt úr náttúrulegu hráefni.











Bæklingur A4
Við gerðum bækling í stærðinni A4 sem hugsaður var sem auglýsinga- bæklingur. Mér fannst mikilvægt að grípa athygli viðskiptavina og valdi því glaðlega mynd á forsíðuna, sem er vel við hæfi í verslun sem er skemmtilegri. Á baksíðunni eru mikilvægustu upplýsingarnar, ný og stærri verslun kynnt og almenn kynning á Skonsudeginum sem er alla laugardaga í Skonsu. Samfélagsmiðla lógóin eru líka viljandi á áberandi stað.
Ég hugsaði með mér að það væri dýrt að láta hanna og prenta svona bækling og því væri betra og umhverfisvænna að hann gæti lifað í einhvern tíma, vildi að það væri jafn áhugavert að rekast á hann nokkrum mánuðum eftir prentun. Því setti ég ekki tilboð eða annað sem stendur yfir í skamman tíma í hann. Ég setti opnuna líka upp eins og mér fannst fallegt, frekar en sem vörubækling þar sem sem mestu værir troðið inn.



Veggspjald
Ég hannaði veggspjöld fyrir þær mæðgur í Skonsu til að kynna nýju búðina í Faxafeni og láta vita af auknu vöruúrvali. Því valdi ég að setja eingöngu myndir af húsgögnum sem er splunkuný vara hjá þeim. Skonsa er almennt mest fyrir að nota milda náttúruliti en til að grípa augað var múrsteinsbleiki logóliturinn settur gegnsætt yfir bakgrunninn. Ég passaði að hafa QR kóða og samfélagsmiðlatáknin á veggspjaldinu svo hugsanlegir viðskiptavinir geti náð sér í frekari upplýsingar.
Heilsíðuauglýsing
Efni úr bæklingnum var nýtt til að gera heilsíðuauglýsingu fyrir Hús og hýbíli. Ég valdi vörumyndir sem helst myndu henta fyrir lesendur blaðsins, húsgögn og fleira fallegt fyrir heimilið.





Kort í pokann
Þær mæðgur í Skonsu hafa gert sér grein fyrir því að mikilvægasta fólkið í fyrirtækinu eru viðskiptavinirnir. Án þeirra væri verslunin ekki til. Þær vildu því gera kort til að þakka fyrir viðskiptin sem myndi líka nýtast áfram sem tækifæriskort fyrir viðskiptavini, svo kortið er tómt inní. Það gleður líka að fá smá þakklæti í pokann, eða pakkann ef um pöntun er að ræða. Textinn „þú ert frábær“ getur passað fyrir hvaða tilefni sem er og hvaða kyn sem er. Upphaflega hugmyndin var að prenta kortið á brúnan endurunninn pappír en þar sem það er ekki í boði fyllti ég grunninn af bleika lit Skonsu .
Gagnvirk verklýsing fyrir verkefnið
Myndir
A5 forsíða: Content pixies af Unsplash
þykkblöðungar: Amy chen af Unsplash
Dótabíll: Leif Cristoph Gottwald af Unsplash
Rugguhestur: Nicole Dusseljee af Unsplash
Forsíða A4 Stelpa: Brooke Cagle af Unsplash
Forsíða A4 bakgrunnur: Stephanie Harvey af Unsplash
Hattar og töskur: Kevin Lessy af Unsplash
Aðrar myndir eru teknar af mér eða með creative commons leyfi.
Hengibekkur: Danil Silantev af Unsplash
Lampi: Zaney Persaud af Unsplash
Leirvasar: Yana Hurskaya af Unsplash
Náttborð: Avery Klein af Unsplash
Púðar: Visual stories, Michele af Unsplash
Maskaður púði: Rockwool af Unsplash
Skápur: Nathan Oakley af Unsplash
Vintage munir: Jasmin Quaynor af Unsplash