top of page

Gögn fyrir ráðstefnu
um jafnrétti

Asset 3.png

Ráðstefnuverkefni

Stærsta verkefni seinni annar var ráðstefnuverkefni. Lógó ráðstefnuhaldara og allir prentgripir sem þarf fyrir ímyndaða ráðstefnu í Hörpu  voru hannaðir auk skjáauglýsingar og apps fyrir síma.

brandbokopna.png
brandbokfram.png

Vitund

Vitund – jafnréttissamtök eru grasrótarsam­­tök sem hafa skipulagt fjölda viðburða sem allir tengjast því að auka jöfnuð í samfélaginu og útrýma óréttlæti. 

Samtökin finna styrktaraðila, aðstöðu fyrir viðburði, hafa samband við þá sem koma fram og hanna allt kynningarefni sem þörf er á. Ef þú brennur fyrir góðu málefni þá leggja samtökin lið.

Asset 1_edited.png

Lógó og litir

Það urðu nokkur lógó til en á endanum ákvað ég að nota prófíl af manneskju í lógóið. Prófil teikning getur átt við hvaða kyn sem er, og til að vísa til þess að jafnréttisbaráttan nær líka til mis­munandi kynþátta fólks valdi ég húðtóna. Þar sem aðeins mátti nota tvo liti urðu bleikur og brúnn fyrir valinu, litir sem mér fannst tóna vel saman.

Asset 2.png

Fylgihlutir fyrir ráðstefnuna

1x.png

Lógó ráðstefnu

Sitjum öll við sama borð er boðskapur ráðstefnunnar, enginn situr eftir. Allskonar fólk í allskonar lit. Hugmyndin að merkinu fyrir ráðstefnuna er að fólkið sitji við hringborð og tákna lituðu hringirnir höfuð þess. Ég bjó líka til mynstur og nýtti það innan í möppu, á bol og poka.  Þetta er málefni sem skiptir alla máli og því vildi ég alls ekki hafa ráðstefnugögnin þurr og fræðileg að sjá, heldur grípandi og skemmtileg. Markmiðið var auðvitað að troðfylla Hörpu báða daga ráðstefnunnar. 

Asset 2.png
PRENTFORMURdagskra.JPG
dagskrainnsidur.png
dagskrafram.png

Dagskrá

Eitt af ráðstefnugögnunum sem við áttum að gera var  dagskrá fyrir dagana tvo sem ráðstefnan var haldin og setja hana upp sem túristabækling, þ.e.a.s. í þríbroti. Að lokum átti að gera prentform og prenta út beggja vegna. 

Asset 2.png
bodskortopid.png


Dreifibréf

Ég nýtti mér dreifibréfið sem boðskort á ráðstefnuna. Útlit boðskortsins var frjálst svo ég gat gert stansateikningu og haft boðskortið óreglulegt í laginu. Jafnréttissamtökin Vitund nota þennan stans mikið í útgefið efni ekki bara fyrir þessa einu ráðstefnu, því hann byggir á lógói þeirra. Andlit er stansað út öðru megin

Askja
Askjan á að innihalda bol sem er gjöf til ráð­stefnugesta. Þar sem aðeins mátti nota þá stansa sem til voru í stansasafni Tækniskólans valdi ég þann sem var stærstur. Upprúllaður bolur kemst í hann ef maður vandar sig. 
 

askja.png
Asset 2.png
barmmerkimorg_edited.jpg
idcard.png
mappamockup.png

Barmmerki

Ráðstefnugestir fá allir barmmerki með nafni. Við hönnun þurfti að taka tillit til að þau yrðu rifgötuð og lægju þétt saman. 
 

 

Mappa

Mappa fyrir ráðstefnugögn var eitt af verkefnunum fyrir ráðstefnuna. Ég nýtti munstrið inn í hana svo hún er prentuð beggja vegna og sköluð niður til að passa á prentörkina.

Asset 2.png

Matseðill

Upprunalega var hugmyndin að prenta mat­­seðilinn á tauservíettu. Framtíðarstofa er bara með plastprentun en ekki silkiþrykk svo sú hugmynd var ekki framkvæmanleg. Í staðinn bjó ég til servíettuhring. Hringurinn er prentaður beggja vegna og kræktur saman utan um servíettuna. Lógó Vitundar og orðið matseðill ætti að vera prentað með kopargyllingu. Stansateikning var líka gerð til að höggva út matseðilinn.

matsedillfram.JPG
matseðill_edited.jpg

Auglýsingar
Tvær auglýsingar voru gerðar, önnur ætluð fyrir dagblöð sem átti að vera 80 dsm. Ég setti miklar upplýsingar í auglýsinguna, ímynduðu fyrir-lestrararnir voru svo spennandi að ég vildi koma þeim að og myndin grípur augað.

Hin auglýsingin er ætluð fyrir stórt aug­lýsinga­skilti. Upplýsingarnar eru mjög takmarkaðar enda á hún að fanga athygli í augnablik. Fram kemur hvenær, hvar og um hvað ráðstefnan er, auk þess sem krafa var um að lógó styrktaraðila væri þar líka.
 

billboard.png
auglysingblað.JPG
Asset 2.png

App ráðstefnu

App var gert fyrir ráðstefnuna. Viðmótið var gert í Adobe XD og var mjög skemmtilegt þegar maður komst upp á lagið.  

Hér er linkur á appið: 

simi_hendur_rawpixel-freepic.png
simi.png
app.JPG

Hér er linkur á gagnvirka verklýsingu

bottom of page