top of page
Um mig

!

Ég heiti Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, er Ís­firðingur sem kláraði stúdents-próf frá Mennta­skólanum á Ísa­firði áður en tölvur komust í almenna notkun. Ég var stöðugt teiknandi sem barn og lærði að prjóna mjög ung. Þegar ég var 12 ára saumaði ég mína fyrstu flík. Eftir það var ekki aftur snúið. Ég tók sveinspróf í kjólasaum frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1993 og fór þaðan út til Þýskalands í nám í fatahönnun. Strax að námi loknu fékk ég vinnu hjá 66 Norður en stofnaði ári seinna eigið fyrir­tæki og rak m.a. verslunina GuSt og seldi eigin hönnun í miðbæ Reykjavíkur í 15 ár. 

Ég vann tímabundið hjá Lín design sem hönnuður og komst að því að hönnun í tölvu átti einstaklega vel við mig, flæðið þar var enn betra en við saumavélina. Ég tók alla áfanga í undirbúnings-

deild fyrir grafíska miðlun með vinnu og sneri mér að fullu námi

síðastliðið haust. Námið hefur verið ótrúlega skemmtilegt svo ég

hlakka til að halda áfram á sömu braut og finna vinnu við fagið.

Það á best við mig að gera eitthvað skapandi og þó árunum fjölgi er heilinn enn troðfullur af hugmyndum, það er nefnilega endalaust hægt að finna upp ný hjól.

 

Asset 8.png
Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir.png

Hvað bíður handan við hornið?

.........Framtíðin er full af möguleikum

gifeg.gif
verkefni

Verkefni

Hér eru skólaverkefnin í tímaröð, nýjast efst.

Smellið til að skoða.

fyrri önn

embla
Asset 11.png
Asset 12.png
Asset 13.png
Asset 3.png
Asset 1.png
Asset 4.png

seinni önn

Hafðu samband

Hafðu samband

  . . . . .Það myndi gleðja mig mikið

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page