top of page

Tímarit
umbrot og hönnun

embla.png

Forsíðan er samsett í Photoshop úr tveimur myndum sem ég fékk af Unsplash og táknum úr Adobe forritunum. Myndin er táknræn fyrir hugarástandið sem hefur verið einkennandi síðustu vikur þessarar annar. Eftir mjög rólega byrjun þar sem við fengum nægan tíma til að raða saman bók þá var stuttur tími gefinn til að hanna og gera ráðstefnuverkefni og síðan enn knappari tími fyrir hönnun og efnisgerð fyrir tímarit. Heilinn var rjúkandi rústir eftir kvöld og helgarvinnu, en þetta tókst.

Efnisöflun

altinay-dinc-LluELtL5mK4-unsplash.jpg
andrey-zvyagintsev-byfNhh81CWU-unsplash (1).jpg
forsida.JPG


Vetrarfríinu var eytt á Ítalíu í skólaferðalagi og markmiðið var að nýta ferðina til efnisöflunar. Þess vegna er 4 blaðsíðna grein um pasta í blaðinu. Mjög skemmtileg efnisöflun fór fram á ýmsum veitingastöðum þar sem allt var myndað og skráð. Ég var ákveðin í að spreyta mig á að skrifa prjóna­uppskrift og setja í blaðið, nokkuð sem mig langar til að gera meira af. Eftir heimsókn í Safnahúsið langaði mig til að birta grein um það fallega listasafn frekar en að bæta við meira efni um Ítalíu. Mig langaði líka til að birta grein tengda faginu og þegar viðtal við Hjalta Karlsson var birt á vef Iðunnar fékk ég leyfi til að nýta það og setja upp sem efni í blaðið.

Forsíða

Umbrot og letur

Blaðið er brotið um í InDesign. Síðugrind og leturgerð er sú sama fyrir alla og eins uppsetning á tímaritnu, t.d. hvar auglýsingar eiga að vera. Við settum upp blaðið með réttum blaðsíðufjölda og gerðum stílsnið.

   
Í meginmál er leturtegundin Univers notuð en auk þess notaði ég letrið Averox, Montserrat, Lato og Raleway í fyrirsagnir.

Hér má lesa allt tímaritið.

Auglýsingar

Eitt af verkefnum blaðsins var að hanna þrjár auglýsingar fyrir raunveruleg fyrirtæki, sem fengu síðan að velja eina. Iðan valdi auglýsinguna sem ég gerði og birtist hún því í sameiginlegu tímariti árgangsins.

Ég ákvað að hafa ekki sama stíl á öllum auglýsingum, taldi að það væri vænlegra að sýna að maður getur unnið mismunandi efni fyrir mismunandi fyrirtæki.

Eitt af verkefnum blaðsins var að hanna þrjár auglýsingar fyrir raunveruleg fyrirtæki, sem fengu síðan að velja eina. Iðan valdi auglýsinguna sem ég gerði og birtist hún því í sameiginlegu tímariti árgangsins.

Ég ákvað að hafa ekki sama stíl á öllum auglýsingum, taldi að það væri vænlegra að sýna að maður getur unnið mismunandi efni fyrir mismunandi fyrirtæki.

litlaprent.JPG
grafia.JPG
idan.JPG

Myndir á Forsíðu

Andlit: Andrey Zvyagintsev
Ský: Altinay Dinc

bottom of page