Umbrot á bók og hönnun á bókakápu
Æskan og skógurinn
Bókin Æskan og skógurinn hefur verið gerð í mörg ár hér í skólanum. Ég vildi finna nýja útfærslu á forsíðuna svo ég spreytti mig á því að gera klippimyndaútlit í Illustrator.
Bókin var brotin í Indesign, rétt stílsnið gerð fyrir texta, fyrirsagnir og annað. Myndir voru unnar í Photoshop settar inn í texta á viðeigandi stað og myndatextar samdir. Kreditlisti gerður samkvæmt fyrirmælum og efnisyfirlit líka.
Litaval
Litaval er það fyrsta sem ég hugsa um í hvaða hugmyndavinnu sem er. Í bók sem fjallar um skógrækt er næstum sjálfgefið að liturinn sem passar best er grænn. Grafík og áherslutexti í fyrirsögnum er því grænn í þessari bók, auk hans valdi ég hlutlausan drappaðan Pantone lit á forsíðuna, Pantone nr 7528C . Bæði til að klippimyndin sem ég gerði fyrir bókakápuna nyti sín sem best og vegna þess að liturinn myndi ekki trufla mig við myndvinnslu duo-tone myndanna. Ég rissaði upp mynd af unglingum að planta trjám og ákvað nokkurn veginn hvar kæmi best út að hafa textann á bókakápunni.
I'm a paragraph. Click here to add your own text and edit me. It's easy.
Hér má skoða alla bókina:
Hér er linkur á gagnvirka verklýsingu: